Íslandsmeistarar á ólöglegum forsendum?!

Eins og handboltaáhugamönnum er kunnugt þá urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar karla í gærkvöldi.

Hinsvegar er fólk undarlega fljótt að gleyma því að ekki er nema eitt ár síðan Eyjamenn komust uppúr 1. deild á ólöglegan hátt, með því að nota leikmann sem var hvorki með atvinnuleyfi né dvalarleyfi. Fljótlega eftir að hafa verið komnir upp játuðu Eyjamenn svo að hafa gert mistök í tengslum við formlegan frágang mála tengdum tveimur leikmönnum sem spiluðu með ÍBV tímabilið 2012 - 2013, annarsvegar leikmanns karlaliðsins og svo hinsvegar leikmanns kvennaliðsins.

Ivana Mladenovic leikmaður kvennaliðsins spilaði ekki í úrslitakeppninni um vorið og Nem­anja Malovic leikmaður karlaliðsins spilaði ekki síðasta deildarleikinn eftir að ÍBV hafði tryggt sig upp í efstu deild (hann fékk frest til að spila úrslitaleik um að komast í efstu deild og kom sér svo úr landi daginn eftir leikinn). Það getur varla hafa verið tilviljun að Eyjamenn hafi játað mistökin eftir að hafa tryggt sig upp?!?!?! Ég á a.m.k. erfitt með að trúa því að leikmennirnir hafi ekki fengið borgað (og þ.a.l. unnið) fyrir að hafa spilað með liðinu.

Þrátt fyrir að forsvarsmaður ÍBV hafi sagt að Eyjamenn hafi uppfyllt öll leyfi HSÍ í tengslum við Malovic þá var leikmaðurinn ekki með dvalarleyfi og ekki heldur atvinnuleyfi. Malovic hefur væntanlega ekki mátt vera á landinu ef hann hefur ekki haft dvalarleyfi og ef honum hefur verið borgað svart þá er það líka ólöglegt.

Leikjafjölda Malovic með ÍBV má sjá hér og leikjafjölda Mladenovic er hægt að sjá hér.

Um bloggið

Páll bloggar

Höfundur

Páll Jónsson
Páll Jónsson
Mun skrifa um hin og þessi málefni á síðunni, misgáfuleg eins og gengur og gerist
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband